Söluvefir
Notendum Móttökustjórans býðst að selja gistingu í gegnum sölusíður okkar og vefsíður samstarfsaðila okkar. 5-10% söluþóknun er tekin fyrir sölu í gegnum söluvefi Íslandsbókunar og samstarfsaðila.
Okkar vefir
Samstarfsaðilar
Gerast samstarfsaðili
Viltu auka tekjur vefsíðu þinnar. Með því að tengja sölukerfi Íslandsbókunar við vefsíðuna þína getur þú látið vefsíðuna þína vinna fyrir þig. Samstarfsaðilar frá helming af bókunarþóknun allra bókana sem eru gerðar í gegnum þeirra síðu.
Íslandsbókun
Íslandsbókun er fyrirtæki á Húsavík sem þjónustar aðila í ferðaþjónustu um allt land. Hjá fyrirtækinu eru þrjú stöðugildi við forritun, markaðssetningu, textagerð og leitarvélabestun.
Móttökustjórinn
Móttökustjórinn er bókunarkerfi fyrir gististaði af öllum gerðum. Í kerfinu getur þú haldið utan um allar bókanir, fylgst með bókunarstöðu og komið í veg fyrir yfirbókanir.
Bókunarbox
Gististaðir sem nota Móttökustjórann geta fengið bókunarbox á vefsíðu sína og þannig selt gistingu beint gegn aðeins 5% þóknun. Þetta sparar mikinn tíma sem annars fer í tölvupóstsamskipti eða að taka við bókunum í gegnum síma.