Notandi: Lykilorð:

Samstarfsaðilar

LundarBókunarkerfið Móttökustjórinn og Bókhaldskerfið Hagur eru þróuð af Íslandsbókun á Húsavík með styrkjum frá AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi og Gistiheimili Húsavíkur. Þróun bókunarkerfisins hófst vorið 2010 og var kerfið notað til prufu hjá Gistiheimili Húsavíkur það sumar. Sumarið 2011 var kerfið notað til prufu á fjórum gististöðum til viðbótar.

Þróun bókhaldskerfisins hófst sumarið 2010 og var það prufukeyrt sumarið 2011 á Hótel Náttúru í Hveragerði og Gistiheimili Húsavíkur á Húsavík.

Kerfn voru formlega gefin út 30. janúar 2012.

Eftirtaldir ferðaþjónustuaðilar hafa komið að þróun og prófun á kerfunum:

Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir hjálpina.

Íslandsbókun

Íslandsbókun er fyrirtæki á Húsavík sem þjónustar aðila í ferðaþjónustu um allt land. Hjá fyrirtækinu eru þrjú stöðugildi við forritun, markaðssetningu, textagerð og leitarvélabestun.

Móttökustjórinn

Móttökustjórinn er bókunarkerfi fyrir gististaði af öllum gerðum. Í kerfinu getur þú haldið utan um allar bókanir, fylgst með bókunarstöðu og komið í veg fyrir yfirbókanir.

Bókunarbox

Gististaðir sem nota Móttökustjórann geta fengið bókunarbox á vefsíðu sína og þannig selt gistingu beint gegn aðeins 5% þóknun. Þetta sparar mikinn tíma sem annars fer í tölvupóstsamskipti eða að taka við bókunum í gegnum síma.

©2010-2017 Íslandsbókun ehf | Höfði 24b | 640 Húsavík