Notandi: Lykilorð:

Leiðbeiningar um notkun Móttökustjórans

Til að skrá inn nýja bókun er farið í valmyndina New Booking. Nauðsynlegt er að skrá nafn, fjölda gesta, komudag og fjölda nótta til að vista nýja bókun. Aðrir kostir eru valkvæðir. Við mælum þó með að skrá þjóðerni gesta en það auðveldar gerð gistináttaskýrsla.

Valmyndin Bookings er aðalskjár kerfisins. Í valmyndinni birtast tveir gestalistar.

Efri listinn heitir Current and upcoming check-ins og sýnir þær bókanir sem eru næstar í tímaröð og þá einnig þá sem eru þegar innritaðir. Línur innritaðra gesta eru merktir með grænum lit.

Neðri listinn heitir Recent bookings og sýnir 10 síðustu bókanir sem skráðar hafa verið í kerfið og auðveldar þannig notendum að finna þær ef gera þarf breytingar eða skoða betur.

Í valmyndinni Rooms er hægt að skrá inn öll herbergi gististaðarins.

Valmyndin Summary sýnir bókunarstöðu á ákveðnum dögum. Fyrst birtist núverandi mánuður, en hægt er að færa sig til í tíma með tímastikunni sem er efst á skjánum. Einnig er hægt að fara beint á ákveðna daga með því að smella á viðkomandi dagsetningu úr listanum. Til að loka alveg á sölu á einum eða fleiri dögum er smellt á hnappinn Block day fyrir viðkomandi dag eða daga.

Valmyndin Allocation er notuð til að skilgreina hversu mörg herbergi af hverri tegund á að setja í sölu á netinu.

Valmyndin Users stjórnar notendum viðkomandi gististaðar. Hægt er að útbúa nýja notendur sem hafa minni réttindi en eigandi eða stjórnandi gististaðarins.

Valmyndin Config stýrir sýnileika gististaðar út á við. Þar er hægt að breyta og uppfæra stillingum gististaðar.

Íslandsbókun

Íslandsbókun er fyrirtæki á Húsavík sem þjónustar aðila í ferðaþjónustu um allt land. Hjá fyrirtækinu eru þrjú stöðugildi við forritun, markaðssetningu, textagerð og leitarvélabestun.

Móttökustjórinn

Móttökustjórinn er bókunarkerfi fyrir gististaði af öllum gerðum. Í kerfinu getur þú haldið utan um allar bókanir, fylgst með bókunarstöðu og komið í veg fyrir yfirbókanir.

Bókunarbox

Gististaðir sem nota Móttökustjórann geta fengið bókunarbox á vefsíðu sína og þannig selt gistingu beint gegn aðeins 5% þóknun. Þetta sparar mikinn tíma sem annars fer í tölvupóstsamskipti eða að taka við bókunum í gegnum síma.

©2010-2017 Íslandsbókun ehf | Höfði 24b | 640 Húsavík