Notandi: Lykilorð:

Móttökustjórinn

Af hverju er aðgangur að kerfinu ókeypis?

“Hugmyndin að Móttökustjóranum kviknaði þegar ég var sjálfur að undirbúa stofnun gistiheimilis á Húsavík fyrir tveim árum,” segir Örlygur Hnefill Örlygsson, annar af höfundum Móttökustjórans. “Þá leitaði ég lengi að góðu kerfi sem ég gæti notað en fann ekkert sem ég var fyllilega sáttur við. Ég fór því að leggja drög að kerfi sem ég vildi vinna með í mínum rekstri. Í millitíðinni skráði ég mig á bókunarsíðu sem bauð mér einnig að setja bókunarkubb inn á mína eigin vefsíðu. Það kerfi tekur 10 prósent þóknun af allri sölu, hvort sem það er í gegnum þeirra bókunarvefi eða í gegnum síðuna mína. Þetta þótti mér ósanngjarnt,” segir Örlygur.

Hann segir að hugmyndin á bak við Móttökustjórann sé að búa til sanngjarnara kerfi. “Mér finnst ekkert óeðlilegt við að borga þóknun fyrir það sem aðrir selja fyrir mig en ef salan á sér stað í gegnum mína síðu þá finnst mér rétt að ég njóti góðs af því. Ég lagði mikla vinnu í leitarvélabestun og markaðssetningu á síðunni minni og var því ekki bara að margfalda tekjur mínar heldur einnig bókunarkerfisins sem ég var að skipta við.”

Örlygur Hnefill og Hlynur Þór Jensson forritari hafa þróað Móttökustjórann í sameiningu. Aðgangur að kerfinu er ókeypis og koma tekjur kerfisins í gegnum sölusíður þess.

“Við erum með tvo öfluga bókunarvefi, bookiceland.co.uk og goiceland.is. Mikil vinna hefur verið lögð í þessa vefi og það er mikill hagur fyrir ferðaþjónustuaðila að selja í gegnum þá. Einnig munum við bjóða öflugum ferðasíðum að taka þátt í sölu með okkur og skiptist þá þóknunin til helminga. Þannig náum við að byggja upp enn sterkara sölunet sem styrkir stöðu þeirra ferðaþjónustuaðila sem nýta sér Bókunarstjórann.”

Örlygur segir að fyrstu árin verði mikil áhersla lögð á Breskan markað. “Bookiceland.co.uk er sérsniðinn að Breskum markaði, en þaðan koma flestir ferðamenn til Íslands á hverju ári. Það er líka markaður sem á færi á að stækka enn frekar. Ég hef orðið var við mikinn áhuga breta á Íslandi í ferðum mínum til Bretlands á undanförnum árum og sá áhugi hefur aukist mikið, sérstaklega á síðustu tveim árum. Í framhaldinu ætlum við svo að einbeita okkur að markaðssetningu í Þýskalandi og á norðurlöndunum. Síðan á því vonandi bara eftir að vaxa.”

Íslandsbókun

Íslandsbókun er fyrirtæki á Húsavík sem þjónustar aðila í ferðaþjónustu um allt land. Hjá fyrirtækinu eru þrjú stöðugildi við forritun, markaðssetningu, textagerð og leitarvélabestun.

Móttökustjórinn

Móttökustjórinn er bókunarkerfi fyrir gististaði af öllum gerðum. Í kerfinu getur þú haldið utan um allar bókanir, fylgst með bókunarstöðu og komið í veg fyrir yfirbókanir.

Bókunarbox

Gististaðir sem nota Móttökustjórann geta fengið bókunarbox á vefsíðu sína og þannig selt gistingu beint gegn aðeins 5% þóknun. Þetta sparar mikinn tíma sem annars fer í tölvupóstsamskipti eða að taka við bókunum í gegnum síma.

©2010-2017 Íslandsbókun ehf | Höfði 24b | 640 Húsavík