Hagur
Hagur er bókhaldskerfi fyrir gististaði sem tengist bókunarkerfinu Móttökustjóranum og sparar þannig mikla vinnu í gerð reikninga. Þegar gestur er skráður út í Móttökustjóranum tekur aðeins fáar sekúndur að klára að útbúa reikning fyrir dvöl viðkomandi. Hagur er viðbót við Móttökustjórann sem hægt er að kaupa áskrift að.
Verð fyrir áskrift að bókhaldskerfinu Hag er aðeins 3.500 kr. á mánuði og er það ódýrasta bókhaldskerfi þessarar tegundar sem í boði er hér á landi.
Bókhaldskerfið Hagur uppfyllir reglugerð nr. 598/1999 um rafrænt bókhald og bókhaldskerfi.
Íslandsbókun
Íslandsbókun er fyrirtæki á Húsavík sem þjónustar aðila í ferðaþjónustu um allt land. Hjá fyrirtækinu eru þrjú stöðugildi við forritun, markaðssetningu, textagerð og leitarvélabestun.
Móttökustjórinn
Móttökustjórinn er bókunarkerfi fyrir gististaði af öllum gerðum. Í kerfinu getur þú haldið utan um allar bókanir, fylgst með bókunarstöðu og komið í veg fyrir yfirbókanir.
Bókunarbox
Gististaðir sem nota Móttökustjórann geta fengið bókunarbox á vefsíðu sína og þannig selt gistingu beint gegn aðeins 5% þóknun. Þetta sparar mikinn tíma sem annars fer í tölvupóstsamskipti eða að taka við bókunum í gegnum síma.